The very best price for you my friend.

Það er gott að vita að það eru einhverjir inni á þingi, sem sjá sig knúna til að efast um þennan samning. Birgitta á heiður skilið fyrir að krefjast skýringa og kokgleypa ekki alla vitleysuna eða láta hræða úr sér líftóruna.

Icesave-samningurinn er vonlaus eins og hann er. Auðvitað átti að reyna samningaleiðina en það vantar mikið uppá að hagsmuna okkar hafi verið nægjanlega gætt.

Það er valtað yfir okkur og réttur okkar gjörsamlega fyrir borð borinn og ekkert tillit tekið til þeirra stöðu, sem Íslenska ríkið er í. Vafinn, um að okkur beri að greiða þessa gríðalegu upphæð, er of mikill og þ.a.l. eru málaferli nánast óumflúin. 

Það kemur líka á daginn að þetta er aðgöngumiði að ESB, hvað sem hver segir og verði þessari ríkisábyrgð troðið í gegnum þingið, án margra mjög ákveðinna fyrirvara, þá verður framtíð þessa lands ansi dökk og lítið spennandi fyrir komandi kynslóðir.


mbl.is Óttaslegin utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Blessaður Jón.  Vel skrifað.  Lengi virtust þeir ekki ætla að hlusta á nein rök.  Nú hafa rökin gegn  þessum svikasamningi hlaðist upp þó og kannski eru þeir núna neyddir til að hlusta.  Það er valtað yfir okkur, það segirðu satt, ætlunin að þvinga okkur til að borga svo Jóhanna geti dregið okkur á asna-eyrunum ínn í EU. 

Elle_, 22.7.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband