Hræsni og skortur á skilningi á mannlegum tilfinningum.

Ég hét því að skrifa aðeins um jákvæða hluti þá loksins að ég byrjaði að "blogga". Nóg er af neikvæðni og ömurlegum fréttum í öllum fjölmiðlum dag eftir dag, þó ég færi ekki að bæta í þann sarpinn.

En nú get ég bara ekki orða bundist. Tilkynning um endalok Sparisjóðabankans, SPRON og dótturfélögum þess á laugardagseftirmiðdegi.

Í beinni er þjóðinni sagt frá enn einni sorgarfréttinni og þar sitja fulltrúar ríkisvaldsins (n.b. okkar) og segja að "hugur þeirra sé hjá starfsfólki þessara fyrirtækja" og líklega þurfi það ekki að hafa fyrir því að mæta í vinnuna á mánudaginn. Stefnt er að halda fund með starfsfólkinu á morgun (í dag sunnudag) og ræða við það!

Hvað lá á að tilkynna þjóðinni þessi málalok á undan því fólki, sem lagt hefur allan sinn metnað í þessi fyrirtæki. Starfsfólk, sem af alúð við viðskiptavini hefur gert þessi fyrirtæki að visælustu fjármálastofnunum landsins. Hverskonar tillitssemi er þetta?  Hvað voru menn að hugsa?

Hvers eiga svo viðskiptavinir þessa fyrirtækja að gjalda. Undanfarnar vikur og mánuði hafa starfsmenn og viðskiptavinir þessara fyrirtækja verið að leita ýmissa leiða til að bjarga hundruðum fjölskyldna úr þeim vandræðum, sem hellst hafa yfir þjóðina að undanförnu. þarna hefur starfsfólkið fyrst og fremst verið að sinna björgunarstörfum og sálgæslu af alúð og nærgætni. Ólíkt þeim, sem standa svona að málum.

Ég var nú það grænn að halda að núverandi ríkisstjórn hefði verið sett tímabundið á koppinn til að slökkva elda en ekki kveikja.       Bjarga fjölskyldum og fyritækjum hvað?

Með von um að svona verði aldrei aftur staðið að verki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband