5.7.2009 | 16:00
Málaferli óumflýjanleg.
Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal. Við komumst ekki hjá málsóknum af öllu tagi.
Það verður gúrkutíð hjá lögfræðingum á næstunni, þetta eru flókin mál. það má t.d. velta fyrir sér: Innistæðueigendum var mismunað, það er staðreynd. Hvort var ólöglegt að greiða Íslendingum innistæður þeirra að fullu en ekki Hollendingum, eða var ólöglegt að greiða Hollendingum ekki að fullu eins og íslendingum? Það eru milljón atriðum ósvarað varðandi Icesave.
Það er óráð að samþykkja Icesave nauðasamninginn án þess að fá algjörlega og óyggjandi úr því skorið hvort okkur beri að borga allan ósómann.
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stjórnvöld geta þá í það minnsta hætt að fjasa um Iceslave samninginn.
Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:08
Rétt Sigurður, tökum Icesave málið af dagskrá. Hvetjum Hollendinga til að fara í mál, helst með flýtimeðferð og sjáum hvað kemur út úr því.
Útkoman getur ekki orðið verra en fyrirliggjandi nauðasamningur.
Jón Guðmundsson, 5.7.2009 kl. 16:36
Hún getur jú bara víst orðið verri. Ég veit ekki betur en þessi samningur snúist eingöngu um að tryggja lágmarksupphæðir en ef við fáum á okkur lögsóknir þá getum við verið dæmd til að borga ALLT. Það hljómar nú tiltölulega mikið verra.
Védís (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 17:11
Védís, það er rétt, allt er verra og lengi getur vont versnað. Við getum samt sem áður ekki samþykkt ábyrgð á Icesave, sem við erum ekki borgunarfólk fyrir.
Ljóst er að við erum að fá á okkur lögsókn, svo við verðum að taka því og verjast og vonandi kemur annað í ljós en að við eigum að borga allt.
Samþykkjum við Icesave, erum við gjaldþrota Verðum við dæmd til að borga allt,erum við líka gjaldþrota. Er hægt að vera mikið eða lítið gjaldþrota, eða dauðari en dauður.
Jón Guðmundsson, 5.7.2009 kl. 18:15
Þetta aumingja fólk í Niðurlöndum telur sér fært að lögsækja íslenska ríkið vegna skýrslu, sem íslenskum stjórnvöldum þótti ekki ástæða til að setja í skjalasafnið varðandi Icesave sem sett var út á http://www.island.is/. Í síðustu viku. Skýrsla þessi er ekki til á hollensku, en nú er verið að þýða hana yfir á ensku tjá menn mér í hollenska fjármálaráðuneytinu. Ég skrifaði samningamanni Hollendinga, Johan Barnard, til að fá þessa skýrslu og hef greint frá því á bloggi mínu hér, hér og hér.
Skýrsla þessi hafði verið sett út á net fjármálaráðuneytis Hollands, en íslensk yfirvöld gerðu ekkert þótt þau hefðu fengið hana í hendur í Kaupmannahöfn þann 15. júní sl., þegar Svavar Gestsson hélt fund og mikla veislu fyrir yfirmenn samninganefnda Breta og Hollendinga. Skýrslan var svo aðeins lítillega kynnt í Morgunblaðinu og kom stutt klausa um hana þann 17. júní, sem fáir tóku eftir.
Hollenski samningamaðurinn Johan Barnard vill annars ekkert upplýsa mig hvað var annars rætt á fundi þessum hjá DDR-styrkþeganum með framlenginguna í Kaupmannahöfn.
Eigum við ekki að spyrja Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson: Af hverju var verið að pukrast með skýrslu Hollendinganna, sem nú á að nota til að lögsækja Íslenska ríkið með? Ætla þeir að afhenda hana í dag? Var það vegna þess að þeir gátu ekki lesið hana sjálfir? Segið mér ekki að íslenska samninganefndin hafi ekki haft hollenskan túlk????
Það var kannski ástæða fyrir Hollendinga og auðmjúka sendiherrann í Kaupmannahöfn að tala sem minnst um skýrluna sem nú á að lögsækja íslenska ríkið með.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.